8.7.04

Ísát og fleira

Helstu fréttir héðan að handan eru þær að við metumst um hver okkar brýtur glös á sem skemmtilegasta hátt. Í augnablikinu á ég vinninginn; bæði er ég búin að brjóta flest glös og þar að auki slasa mig svo skemmtilega. Verðlaun mín hafa verið ís og meiri ís. Ég hreinlega man ekki eftir að hafa borðað eins mikinn ís á ævinni! Vð erum "húkkt" á cookie dough safeway ísnum, og ég er ekki að grínast. Ég man ekki eftir að hafa borðað ís svona marga daga í röð!

Af ekki svo góðum fréttum... fyrir mig. Vídeó tækið bilaði í seinustu viku og við fáum það ekki aftur fyrr en í næstu viku, sem væri allt í fína ef þeir hefðu ekki ákveðið að strumpa Quantum Leap þáttunum af á sem skemmstum tíma og sýna 8þætti í röð á föstudaginn... Allt þættir sem ég á ekki og hef aldrei séð en hefði annars tekið upp... Ég gæti gerst meiri sjónvarpssjúklingur en ég nú þegar er og vaknað klukkan 8 á föstudagsmorgninum og horft á sjónvarpið í 8tíma... Hmmm, ætli við reynum ekki frekar að fá einhvern til að taka þetta upp fyrir mig:)

6 Ummæli:

Þann 12:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki deyja Steinunn! Það búa svo ógeðslega margar milljónir í USA og það hlítur allavega að vera ein góðhjörtuð manneskja í mannfjöldanum sem er til í að taka upp fyrir þig og bjarga þannig mannslífi ;)
-Berglind Inga

 
Þann 12:45 e.h. , Blogger Holla Bolla sagði...

Ég bý nú svo vel að eiga nokkra þætti.

 
Þann 6:53 f.h. , Blogger Steinunn sagði...

Mér tókst að koma einni spólu í fóstur til Berglindar í næsta húsi, hún ætlar að taka þetta upp fyrir mig:)
Mistakist það veit ég alveg við hvern ég á að tala;)

 
Þann 1:01 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Héðan að handan! Ertu dáin Steinunn???
Dagbjörtsemhéltþúværirbaraíútlöndum

 
Þann 1:37 f.h. , Blogger Steinunn sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann 1:38 f.h. , Blogger Steinunn sagði...

Já það er ótrúlegar tækniframfarirnar hérna í Himnaríki! Við erum meira að segja með netið;)
Steinunnsemerekkertsvomikiðdáin

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim