Var á jólabóka upplestri í Mosó í kvöld. Gaman að því, langar að lesa þær allar;)
Ein spurning til rithöfunda var eitthvað um frávik frá norminu; þar sem taka þarf fram, til dæmis ef sögupersóna er kona því annars gerir lesandi sjálfkrafa ráð fyrir að það sé karl.
Mér finnst rosalega merkilegt hversu satt þetta er! Ég hefði örugglega gert ráð fyrir að ef talað væri um rithöfund frá Hvíta-Rússlandi þá myndi ég sjálfkrafa gera ráð fyrir að það væri karl nema ef annað er tekið fram.
Ef ég læsi sögu um hóp fólks, allar upplýsingar væru gefnar fyrir utan hvers kyns fólkið væri, ætli ég gerði þá ráð fyrir að allt væru þetta karlar?
Eins og með gátuna sem ég hefði örugglega aldrei fattað ef ég hefði ekki fengið svarið gefið:
Faðir og sonur lenda í bílslysi og eru fluttir á sjúkrahús, báðir lífshættulega slasaðir. Þeir eru fluttir á sitthvora skurðstofuna. Inn til sonarins kemur skurðlæknir sem hikar þegar hann gengur inn og segir: "Ég get ekki framkvæmt þessa aðgerð. Þetta er sonur minn!" Gátan er samsagt sú; hvernig getur það passað?
Annað frávik frá norminu svona til að eyðileggja þessa djúpu pælingu. Ég sá bíl með stýrið hægra megin í dag. Var búin að líta oft yfir og farið að finnast frekar "krípí" að þar var enginn bílstjóri, bara farþegi. Ohhh, maður fer strax að ímynda sér eitthvað fríkí þegar eitthvað er ekki eins og venjulega.