19.11.06

Skin og skúrir


Hver segir svo að það sé aldrei hægt að segja til um hvernig veður komi eftir 5mín á Íslandi? Þegar ég fór að sofa í gær var auð jörð, frekar hvasst en bara svona eins og það er búið að vera. Þegar ég vaknaði var svona:


Bíllinn okkar fastur í skafli og ég að sjálfsögðu fór út að ýta;) (á engar myndir af því af því að ég var út að ýta;) Var ég búin að segja að ég fór út að ýta?)
Jeppakallarnir voru eins og hrægammar að veiða fasta bíla upp úr sköflunum. Einar ætlaði sko að komast sjálfur út úr sköflunum nýbúinn að skipta yfir á naglana.


En þeir voru nú þarna tveir og höfðu greyin ekkert að gera þannig að hann leyfði þeim að draga sig bara af góðmennskunni einni saman. Hvað annað?


Mér finnst þetta merkilegt land!

2 Ummæli:

Þann 11:47 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst snjórinn svo skemmtilegur... þangað til maður þarf að fara út í umferðina - festast og ýta..

 
Þann 2:32 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hehe nákvæmlega! Samt gaman að beyjunum... þegar ekkert er nálægt til að renna á ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim