2.9.07

San Francisco

Seinustu dagarnir úti gerðust svo hratt að það bara var enginn tími í blogg.
Við skruppum upp í borg næst seinasta daginn okkar í Calí. Borgina þræddum við með því að byrja á að fara í gegnum Kínahverfið sem er rosalega skemmtilegt hverfi en mikið af alveg eins túristabúðum svo við kíktum bara í tvær. Næst lá leið okkar í Coit tower sem var nú bara rétt hjá okkur þegar við komum út úr Kínahverfinu. Þegar þangað var komið var ég orðin svo þreytt í fótunum eftir að labba upp og niður brekkur að þeir voru farnir að skrálfa ef ég stóð kyrr. Þar af leiðandi var ég orðin of þreytt til að labba niður sveigjurnar á Lombartstreet en við höfðum líka keyrt þar niður um daginn svo við vorum kannski ekki að missa af jafnmiklu ;)
Við röltum næst niður að ströndinni þar sem við settumst niður við sandinn og röltum um bryggjuhverfið þangað til við áttum skipsferð til Alcatraz fangelsisins sem er staðsett á eyju aðeins fyrir utan borgina. Ferðin þangað gekk bara vel og alltaf gaman að koma á eyjuna. Þar átti víst að vera staðsettur fyrrverandi fangi sem hægt var að spyrja spjörunum úr en einhvern veginn misstum við alveg af honum.
Kvöldið var svo endað á því að fara á Hard Rock enda getum við ekki verið þekkt fyrir annað en koma þar við ;) Að lokinni máltíð notuðum við pinna frá Íslandi sem hálfgert tips fyrir þjónana sem sáu um okkar borð og voru þeir mjög ánægðir með það enda ekki auðvelt að nálgast þessa pinna í dag.
Því miður misstum við af lestinni sem við ætluðum að taka heim. Vorum 3 mín of sein :( frekar fúlt því það var alveg 1 og 1/2 tími í næstu lest og þegar við erum komin í þetta hverfi er voða lítið að skoða, eða allavega sem við vissum um. Það var samt alveg ótrúlega gott að komast heim á Stanford aftur enda vorum við alveg búin eftir alla gönguna en við gengum allt nema til baka á lestarstöðina og bilív jú mí það er mjög gott rölt. ;)

2 Ummæli:

Þann 2:41 e.h. , Blogger Finnur sagði...

En... En... En... Þið voruð með elsku Míó minn (gps tækið) sem hefði geta sagt ykkur hvað var að skoða hjá lestarstöðinni!? :D
Prófuðið þið það ekki?

 
Þann 7:22 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Ahhh, við mundum ekki eftir honum. Eeeeelsku Míó minn!! Það var líka komið kvöld, örugglega ekkert skemmtilegt í gangi þá ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim