2.9.07

Minneapolis

Lenntum eldsnemma á Minneapolis flugvelli. Við áttum að eyða deginum þar og höfðum við gert ráð fyrir að ef við gætum ekki tékkað töskurnar inn strax væru allavega skápar sem við gætum skilið töskurnar eftir. Það var að sjálfsögðu ekki vegna hryðjuverkahættu sem varð til þess að við við vorum föst á flugvellinum í 6 tíma að bíða eftir því að fá að skilja töskurnar við okkur. Eftir á var það kannski ágætt að sofa svoldið á flugvellinum enda vorum við vel þreytt. Ennþá nótt á okkar tímabelti (Kaliforníu tími) og lítið var sofið í flugvélinni milli SanFran og Minneapolis.
Þegar við loksins höfðum náð að losa okkur við töskurnar skruppum við í Mall of America sem er 5mín frá flugvellinum. Þetta er alveg ótrúlegt mall. Auðvitað með búðum og veitingastöðum en auk þess einhvers konar casínói, tívolíi og örugglega einhverju fleiru sem ég man ekki eftir. Á leiðinni út vorum við stoppuð af öryggisverði sem vildi fá að sjá skilríki. Þá mátti ekki vera í mallinu ef maður var yngri en 17 ára nema í fylgt með fullorðnum. Við vorum greinilega svona ungleg! Matti var náttúrulega með okkur en hann er 14ára en einhvern vegin fannst öryggisverðunum við Einar ekki vera nógu gömul til að fylgja honum (geri ráð fyrir að við þyrftum að vera 21árs).
Ferðin heim gekk annars bara mjög vel. Ásdís (mamma Matta) sótti okkur á flugvöllinn (með smá stoppi í tollinum) og skutlaði okkur heim. Ahhh, gott að komast loksins upp í rúm eftir rúmlega sólarhringsferðalag.

5 Ummæli:

Þann 1:51 f.h. , Blogger Una sagði...

Það eru líka brúðkaupskapellur í MOA og á efstu hæðinni eru svefnklefar þar sem þú getur hvílt þig áður en þú heldur áfram að versla. Svefnrýmin kallast "Minne-nap-polis". Ruglaður staður.

 
Þann 12:11 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Nehei! Ég hef misst af báðu! Iss, annars hefði ég kannski komið gift og úthvíld heim. Þetta hefði verið eins og brúðkaupsferð fyrir brúðkaupið ;) hehe

 
Þann 12:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann 11:04 e.h. , Blogger Finnur sagði...

Sniff... Hún er hætt að blogga... :(

 
Þann 5:00 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim