28.8.07

Dagarnir í útlöndum líða svo hratt að það bara gleymist að blogga!! Tveir dagar liðnir og ekkert komið á netið. Hvernig lifið þið þetta af án okkar?
Sunnudagurinn var alveg steikjandi heitur. Við skruppum í mini golf í Sunnyvale. Sólin var steikjandi heit og við reyndum að standa í skugga alls staðar sem þvílíkur munaður fannst. Þeir staðir voru því miður ekki margir. Vegna þess uppskárum við öll góða bóndabrúnku, því miður. Hefðum betur verið klædd hlírabol en stutterma en vonandi jafnast það út seinustu dagana ;)


Eftir golfið fengum við okkur ótrúlega gott sushi. Við smökkuðum saki sem var alls ekki eins slæmt og maður gæti haldið. Að sjálfsögðu var maginn okkar ennþá svangur svo við fengum líka ís :D Þegar við komum heim vorum við alvarlega dösuð eftir hitann. Það var aðeins um tvennt að velja, sofna í sófanum í letikasti eða skreppa í sund og gera tilraun til að jafna tanið aðeins :)
Ég tók að mér eldamennskuna það kvöldið og við fengum lasagnia sem var bara alveg ágætt þó ég segi sjálf frá.
Við kenndum Einari líka Catan. Í því spili gekk mér mun betur en í golfinu fyrr um daginn, sem betur fer :D

Við erum nú ekki alvöru Íslendingar í útlöndum fyrr en við förum að versla :D Við Einar vöknuðum eldsnemma við Önnu og Finni til að skutla þeim í skóla og vinnu og tókum svo bílinn. Við fórum í Gilroy í Outlet mall og versluðum yfir okkur:) Ótrúlegt en satt eyddum við öllum deginum þarna (ennþá í steikjandi hita) og gerðum bara fín kaup.
Finnur var svo sóttur í vinnuna og við keyrðum heim. Sarah og Augusto fóru með okkur út að borða á Cafe Pro Bono (ítalskur staður í nágrenninu). Þar fengum við alveg ótrúlega góðan mat. Algjört dekur! Eitthvað tók dagurinn á en næstum öllum tókst að sofna í sófanum heima yfir The Daily Show með Jon Stewart. (Tek það samt fram að aldrei þessu vant tókst mér að halda mér vakandi.)

1 Ummæli:

Þann 9:40 e.h. , Blogger Hanna Rut sagði...

Ahh gott veður og að versla... ítalskur matur og sushi. Jeminn ég öfunda ykkur :) Hér er bara rigning og skólinn byrjaður :( En hafið það gott og ég bið að heilsa :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim