22.6.07

Sumarfrí

Loksins, loksins, loksins er ég farin að skipuleggja eitthvað ferðalag til útlanda í sumar! Vorum að kaupa okkur miða til Bandaríkjanna í lok sumars og mér líður bara eins og ég sé að fara á morgun ég er svo spennt :D

19.6.07

Æðislegt veður

Ég velti því fyrir mér hvort það sé bara ég eða er fólk í vondu skapi í dag? Skil ekki hvernig það er hægt í þessu frábæra veðri! Margir í dag annað hvort eru rosalega frekir og dónalegir eða skella á án þess að kveðja. (Ekki svo að skila að fólk skelli á mig af reiði heldur finnst greinilega ekkert mikilvægt að segja bless í símann).
Til allra annarra vona ég bara að þið njótið dagsins og smælið framan í heiminn, það ætla ég að gera :D :D :D :D ;)