Staðan:)
Jæja, ætli það sé ekki best að koma með stöðuna á íbúðinni:)
Mamma og pabbi fóru í gær að hjálpa konunni að flytja út og sögðu mér að flest allt væri komið og bara smáhlutir eftir og þrif. Sem ætti þá að þýða að við gætum mögulega fengið íbúðina um helgina:):):):):):) Ef ekki þá, þá allavega í seinasta lagi á þriðjudag. Ég vona samt að það verði núna um helgina, annars gætum við ekkert flutt fyrr en á miðvikudag út af vinnunni...
Svo verð ég líka að vona að ég verði orðin frísk... Ég er líklega komin með þessa elskulegu flensu sem allir eru að fá. Hiti, hausverkur og svimi. Ekki gaman:( Versta er að núna er svo erfitt að fá fólk inn í staðin fyrir mig, við erum orðin svo fá í fullu starfi og ein af þeim veik. Þetta hefur samt vonandi reddast:)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim