25.11.04

Jólasnjór

Ohhhh, hvað var þessi snjór að hverfa? Ég var komin í svo fínt jólaskap*<;o)
...eða hann hefði átt að koma seinna;)
Talandi um jól, ég kvíði helginni... jólaörtröð!!! Hvernig datt mér í hug að fara að vinna í Kringlunni?!?!

16.11.04

Ég mæli ekki með...

Ég sá örugglega það ógeðslegasta sem ég hef á ævinni séð núna um daginn... Aðeins þess vegna ætla ég að deila því með ykkur:D
Ok, ég er að keyra í bíl (er að vísu farþegi, ekki að það skipti máli). Allt í einu, lengst út í sveit sjáum við nokkra bíla stopp út í vegakanti eins og eitthvað hafi komið fyrir. "Ó, nei! Bílslys!!!" Fyrsta sem ég hugsaði. Keyrum aðeins nær... Sjáum eitthvað liggja í götunni... Sé rjúka úr dótinu sem liggur á jörðinni... Keyrum nær... Keyrum við hliðina á dótinu... lifur, garnir o.s.frv.... aðeins seinna; fullt af blóði... Aðeins seinna; dauður, illa farinn hestur... Það voru alveg þó nokkrir metrar á milli innyflanna og hestsins!!! Virkilega viðbjóðslegt.
Las svo um annan árekstur við hest í mbl.is í dag.