4.7.04

Sólarsteik

Innihald:
Skemmtigarður.
Einn hópur fólks, stærð eftir þörfum.
Sólarvörn, ekki nauðsynleg fyrir steikina.

Aðferð:
Hópnum er komið fyrir í skemmtigarðinum. Sólarvörnin borin á eftir þörfum, því minna, því meira steikt.
Bakist í 8tíma.

Jebb, ég fór með Snorra, Unu og Sif í garðinn Great America. Þetta var "geeeeðkt" gaman. Við vorum þar í 8tíma og bárum að sjálfsögðu á okkur sólarvörnina öðru hverju. Þegar á leið daginn og fólkinu fór að fjölga... og fjölga... og fjölga vorum við gamla fólkið orðið óendanlega þreytt en Sif var þvílíkur stuðbolti ennþá og vildi helst vera áfram til lokunar.
Við fórum á endanum heim enda öll með hrista maga og hausa, og raðirnar búnar að lengjast þrefalt. Þetta var reyndar óvenju bissí dagur held ég vegna flugeldasýningarinnar um kvöldið í tilefni þjóðhátíðarinnar 4.júlí.
Heima, eldaði Finnur handa okkur dýrindis lax. Við systkinin stóðum okkur vel í því að kenna fólkinu að borða koktelsósu með laxinum. Það lagðist bara nokkuð vel í fólk.
Guðrún var þvílíkt heimilisleg og kom með heimagerða ferskjuköku, ferskjur úr garðinum. Það var alveg til að setja punktinn yfir i-ið.

Þegar við höfðum komið heim úr garðinum hafði ég uppgötvað rauðaflekki á öxlum og niður á bringu, aðeins aftan á baki. Ég hafði víst ekki verið alveg nógu dugleg að passa að endurnýjunar sólarvörnin færi alls staðar. Ég man þetta næst. Mér líður ágætlega núna, smá sviði við áxlirnar, annars allt að fara.
Ég ætti að fá annað tækifæri til að passa mig því það var einhver umræða um að fara aftur og í þetta sinn allir.

1 Ummæli:

Þann 9:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mynntu mig á að koma aldrei í mat til þín í Sólarsteik! Mér finnst sólarolía ekki góð.
-Berglind Inga

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim