2.9.09

Århus- 10 dagar liðnir

Loksins! Loksins internet sem ég get notað... þegar ég vil!! :D
Við Einar komum fyrir 10 dögum og mættum í íbúðina sem okkur hafði verið reddað á seinustu stundu. Við fengum að vera þar í ágúst ef við myndum þrífa og svo ætlaði leigusalinn að gera við okkur samning. Fyrstu dagana vorum við bara með helminginn af því sem okkur bauðst og ekki heitt vatn í byrjun, en það var lagað. Ekki voru heldur lyklar til að íbúðinni sem ég var í en lyklar voru að herberginu við hliðina á. Þegar ég fór í þvottavélaleiðangur í grútskítuga kjallarann með öllum rottugildrunum (það höfðu verið rottur en voru ekki lengur... held ég) komst ég að því að sápuhólfið í þvottavélinni niðri var svart af skít! Ekki séns að ég myndi þvo fötin mín í svartri sápu svo ég gerði heiðarlega tilraun til að þrífa sápuhólfið. Það var enn brúnt þegar ég var búin að nudda og nudda. Það var rakalykt í íbúðinni sem maður reyndar vandist og var hættur að taka eftir þegar Sandra kom nokkrum dögum seinna. Hún fann hana að sjálfsögðu eins og skot. Þegar neðri hæðin losnaði fengum við að sjá öll herbergin og í einu voru rakaskemmdir í vegg og þar höfðu verið nokkrir köngulóavefir í hverju horni (sáum það rétt áður en fyrri leigjendur þrifu almennilega). Þá vorum við komnar í smá vandræði því við vorum ekki sáttar við þetta og vildum finna eitthvað annað.
Við vorum alveg fáránlega heppnar, fundum íbúð sem við gátum flutt inní strax í gær og fórum strax í að fá bíl og flytja allt draslið yfir! Þetta tókst á mettíma! 3 og 1/2 tími bara við stelpurnar því við erum víst orðnar karlmannslausar :'( Enda er ég að dreeeeepast í öxlunum og bakinu í dag. Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var eina sem eftir var af gömlu íbúðinni rakalyktin af sænginni minni... Held ég verði að þvo allt!
Skólinn byrjar víst ekki fyrr en á morgun hjá okkur Söndru en Herdís byrjar núna á eftir. Við eigum örugglega voða lítið eftir að skilja en það hlýtur að koma bráðlega. Ég er allavega farin að skilja flest sem er sagt við mig á dönsku og skildi alveg 90% af því sem sagt var þegar við vorum að skoða íbúðina, restina þýddi Sandra. Ég verð að setja myndir inn af íbúðinni við tækifæri... og ég lofa að næsta blogg verður ekki svona langt, er að reyna að segja bara það helsta ;) Ég er að vinna upp internetleysi síðustu 10 daga ;)

5 Ummæli:

Þann 10:49 e.h. , Blogger Finnur sagði...

Gott að þú ert á lífi og gaman að heyra í þér aftur á blogginu. :)

Langt segir þú? Ég hef nú séð bloggfærslurnar mun lengri... #hóst# #hóst# :)

 
Þann 10:55 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Ég tók einmitt eftir því sama.. held að þetta sé villa og þú hafir ætlað að segja að þú lofir að næsta blogg verði amk þetta langt ;). . sendi nudd á þig með hugskeyti :P

 
Þann 10:17 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hehe já :) Ég var svo mikið að kötta út því ég hélt þetta yrði svo langt. ...svo var þetta ekkert svo langt! Ekki miðað við hin bloggin á undan sé ég ;)

 
Þann 10:19 e.h. , Blogger Finnur sagði...

Jibbí! Ný bloggfærsla örugglega á leiðinni frá Steinu!! :)

(Einn svolítið óþolinmóður) :)

 
Þann 10:21 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hehehe gæti passað ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim