7.9.09

"Your money is no good here"

Úff, held að veðurguðir Árósa geti ekki ákveðið sig hvort það sé sumar eða haust. Dagurinn í dag var ótrúlega heitur og rakur.
Ég ætlaði loksins að láta verða að því að opna bankareikning. Eftir smá rannsóknarvinnu höfum við komist að því að sennilega er Vestjysk bank líklegast til að gefa okkur Dankort fljótlega svo ég rölti til þeirra í morgun. Neinei, ég gat ekki opnað bankareikning í dag því ég var ekki með bréf frá þjóðskrá Danmerkur með réttu heimilisfangi. Frábært! Ég hafði fengið kennitöluna mína meðan við bjuggum enn á gamla staðnum og er ekki búin að fá neitt nýtt í hendurnar með réttu heimilisfangi. Ég var frekar pirruð að hafa farið fýluferð útaf einhverju svona. Ég veit að heimilisfangið er orðið rétt í þjóðskrá því ég sé það á skráningunni í skólanum en nei, ég verð að vera með eitthvað asnalegt pappírssnifsi. Skilríki með mynd og staðfesting á kennitölu er ekki nóg. ...ein vel pirruð ;) Held þeir vilji ekki peningana mína.

Annars fann ég hjól eins og mig langar í, ódýrt í Skanderborg sem er bara í korters fjarlægð í lest. Ég krossa fingur að það seljist ekki áður en ég heyri í seljandanum. Það er samt frekar ólíklegt miðað við hvað hann ætlar að selja það ódýrt en það má alltaf vona ;) Reyndar ljósbleikt en ég held ég ætti að lifa það af ;)

Billede

B.t.w. ég skildi meira í tíma í dag :D Enda var annar kennari sem stoppaði í byrjun fyrirlestrar og spurði hvort hún ætti ekki að tala hægt. Hún hefði heyrt að það væru svo margir Íslendingar í hópnum (hún minntist ekkert á alla norðmennina sem eru 2-3 sinnum fleiri ;) ). Ég meira að segja hló að allavega tveimur bröndurum hjá henni. Haha, geri aðrir betur.
Heyrði það í dag að upphaf vikunnar (mán-þri) sé yfirleitt erfiðastir að skilja svo þegar líði á vikuna verði þetta auðveldara. Allavega þegar maður talar bara íslensku um helgar. Vonum að það sé rétt ;)

Við Sandra erum frekar óheppnar. Í fagi sem kallast Forskningsmetoden erum við í hóp 3. Þetta er víst í fyrsta sinn sem búnir hafa verið til 3 hópar í klíníska hluta þessa fags. Það er svosem bara fínt fyrir utan að við erum eini hópurinn sem þarf að mæta í miðju haustfríi í skólann. Það er skyldumæting í 80% af tímunum en það eru bara 5 tímar svo við verðum að mæta í 4. Ég sem hefði kannski getað kíkt í heimsókn heim í 12 daga. Það hefði verið næs. Spurning hvort maður láti reyna á 6 daga heimsókn... Hmmm væri gaman ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim