19.9.09

Nýtt hjól!!

Ég er búin að vera kreisí spennt í allan dag :) Ég hafði samband við konu sem var að selja hjólið sitt. Hún hins vegar býr nokkuð langt frá en það vildi svo vel til að Sandra og Krissi voru að fara til Randers sem er bara ca. 6km. frá þeim stað sem hjólið mitt var á. Þau voru svo góða að bjóðast til þess að sækja það fyrir mig. Ég er búin að vera í sms sendingum við konuna síðan í gærkvöldi sem er búin að vera alveg ótrúlega skemmtileg og hress. Hún meira að segja sendi mér sms og lét mig vita að Sandra og Krissi væri nýfarin með hjólið :) Sé mest eftir því að hafa ekki fengið að hitta hana sjálf til að sjá hvort hún væri jafn hress og hún virtist!
Hjólið mitt er eiginlega alveg eins og ég sýndi á mynd fyrir neðan (af öðru hjóli sem ég fékk ekki). Ég er svo ánægð með það að ég er viss um að ég tími ekki að selja það aftur eftir veturinn ;) Held ég hafi aldrei átt svona alvöru stelpuhjól. Ég fór meira að segja í Tiger líka að kaupa mér hjálm svo ég er "all set".
Í kvöld hjóluðum við Herdís og Sara (sem er au-pair hér) í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem við allar hjóluðum í bíó. Ótrúlegt samt hvað fólk er mikið á hjólum hér og hvað er alveg ótrúlega troðið á öllum hjólastæðum. Danir eru líka alveg undrandi á því að það sé ekki hjólað mikið á milli staða á Íslandi. "Why not?"

Ég hef annars ákveðið að kíkja heim til Íslands í október. Þá er haustfrí og gott að geta nýtt tímann til að fara aðeins heim. Afi minn lést líka síðastliðinn þriðjudag en jarðarförin verður ekki fyrr en ég kem heim, sem mér finnst rosalega gott. Finnur bróðir kemur líka og Anna Sólrún svo það verður fjörugt í húsinu :)

3 Ummæli:

Þann 11:26 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Það er sko greinilegt að þú ert yfir þig ánægð með hjólið!! maður brosir alveg út að eyrum að lesa það.. mjög smitandi ánægja :)

hlakka rosalega til að fá að sjá þig í okt. :)

 
Þann 9:15 e.h. , Blogger Elín Lóa sagði...

Ég vissi ekki að þú værir að blogga þarna úti í DK, hversu slöpp vinkona er ég eiginlega?! ;)

Héðan í frá fylgist ég spennt með!

 
Þann 7:43 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Já, segi það sama!hef beðið spenntur núna í 4 mánuði!!! ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim