26.10.04

Hættið svo að kvarta;)

Það að kynna kærasta fyrir fjölskyldunni er frekar fyndið fyrirbæri.... Sérstaklega ef það er fjölskyldan mín;p

Við Einar vorum búin að vera sama í 3vikur á laugardaginn þegar ég ákvað að kynna hann fyrir familíunni og það á einu bretti... Ég tók hann í fjölskylduboð!!! Útskriftarveislu Aðalheiðar.
Ég byrjaði á að mæta ein enda með fullan bíl af dóti fyrir veisluna og allt allt of sein. Á bílaplaninu í Byggðó tók hersingin á móti mér veifandi og kallandi á bílaplaninu (hersingin= barnabörnin og Baddi bróðir) og restin af familíunni stóð í glugganum. Um leið og ég opnaði bílinn hópuðust allir inn: "Hvar er hann? Hvar er hann?". Ég gat ekki verið fegnari, Einars vegna að ég var ekki búin að sækja hann! Þegar ég svo kom upp komu sömu spurningarnar frá öllum þar. Mikill spenningur!
Allt þetta gerði mig alveg einstaklega stressaða þegar ég loksins fór og sótti hann! Ég alveg skalf á beinunum. Kom með hann upp og lét hann taka í hendina á fólki (hljómar eins og ég hafi skipað: "Taktu í hendina á manninum!"). Pabbi tók þetta bara á djókinu og gekk upp að honum þar sem allir voru að heilsa: "Sæll, Guðmundur heiti ég!" Fyrir fólk sem er ekki kunnugt fjölskyldunni þá í fyrsta lagi höfðu þeir hisst áður og þar að auki heitir pabbi minn ekkert Guðmundur... En maður veit svosem aldrei, þetta er kannski leyndur draumur hans;p
Annars gekk þetta bara nokkuð vel, enginn fór neitt svakalega illa með hann eins og mér hafði verið hótað. Það átti sko að rekja úr honum garnirnar og fylla hann til að komast að hans rétta manni.
Hmmmm, spurning hvort það gerist þá næst....?